Nýjustu fréttir

Talsverður sinueldur í Mávahlíð í Borgarfirði – uppfært

Um klukkan 19:35 í kvöld var Slökkvilið Borgarbyggðar kallað út vegna sinuelds í Mávahlíð í Lundarreykjadal. Fyrst voru starfsstöðvarnar á Hvanneyri og í Reykholti kallaðar út en fljótlega var einnig bætt við mannskap úr Borgarnesi. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem Pétur Davíðsson, tók er jörð þurr og mikill eldsmatur. Eldurinn gat breiðst mjög…

Halló-Ringó ´24 á Akureyri

Áhugafólk um ringó lagði um síðustu helgi leið sína á Akureyri. Þar fór fram vormót þeirra er ringóíþróttina stunda. Til leiks voru skráð níu lið frá fimm félögum. Leikið var í Akureyrarhöllinni, glæsileg aðstaða og samtímis var spilað á þremur völlum. Allur undirbúningur, framkvæmd og veitingar voru Akureyringum til fyrirmyndar. Við mótssetningu sagði Héðinn Svarfdal…

Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista

Í dag hittu þrír stjórnarmeðlimir úr Miðbæjarsamtökum Akratorgs á Akranesi Harald Benediktsson bæjarstjóra Akraneskaupstaðar á Akratorgi og afhentu honum formlega undirskriftarlistann úr átakinu „Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn”. Á eftir áttu þau gott spjall við Harald um miðbæinn og möguleg skammtíma- og langtímamarkmið. „Áskorunin snerist um að það hvetja bæjaryfirvöld til að skoða af…

Menningarferð FaB um Lundarreykjadal

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum fór síðastliðinn miðvikudag í menningar- og skemmtiferð um Lundarreykjadal og tóku þátt í ferðinni rétt rúmlega fjörutíu félagar. Undirbúningur ferðarinnar var í höndum ferðanefndar FaB, en hana skipa þeir Þórólfur Sveinsson, Guðmundur Sigurðsson og Gísli Jónsson. Þegar þátttakendur voru komnir í rútuna, sem Gísli Jónsson ók, tók við leiðsögu Guðmundur Þorsteinsson…

Valentin vann gull á Mjölni Open fimmta árið í röð

Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi, Mjölnir Open, var haldið laugardaginn 20. apríl hjá íþróttafélaginu Mjölni í Öskjuhlíðinni en þetta var í 18. skiptið sem þetta mót var haldið. Alls voru rúmlega níutíu keppendur skráðir til leiks frá átta félögum víðs vegar um landið. Keppt var í tíu þyngdarflokkum í brasilísku jiu jitsu, sex hjá körlum og…

Fjölgað í húsvarðateymi sveitarfélagsins

Jón Eric Halliwell hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri húsvörslu hjá Borgarbyggð. Einnig hefur Aðalsteinn Símonarson verið ráðinn í húsvarðarteymi sveitarfélagsins. Þeir hefja störf 2. maí næstkomandi. Í húsvarðateymi eru nú fjórir starfsmenn sem sjá um viðhald og viðgerðir á flest öllum fasteignum sveitarfélagsins. Fjórir húsverðir verða nú að störfum hjá Borgarbyggð, en auk Jóns og…

Ólafsvíkurvöllur og Skallagrímsvöllur á lista topp tíu valla landsins

Íþróttadeild Ríkisútvarpsins fór nýverið í skemmtilegan samkvæmisleik og fékk nokkra álitsgjafa í lið með sér til að kveða úr um hvaða knattspyrnuvellir hér á landi væru í fremstu röð. „Hvaða fótboltavöllur er sá flottasti á landinu,“ var einfaldlega spurt, en álitsgjafarnir voru fengnir til að skera úr um hvaða vallarstæði bæru af. Niðurstaðan varð knattspyrnuvöllum…

Aðsendar greinar

Lán

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið